Enski boltinn

Ledley King: Greinilega góður tími til að mæta Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ledley King, fyrirliði Tottenham.
Ledley King, fyrirliði Tottenham. Mynd/AFP
Ledley King, fyrirliði Tottenham, átti frábæran leik í kvöld þegar Tottenham vann 2-1 sigur á Arsenal, sinn fyrsta sigur á nágrönnunum í Norður-London síðan í nóvember 1999.

„Þetta eru frábær úrslit og sérstaklega þar sem það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að tapa í bikarnum um síðustu helgi. Þetta var greinilega góður tími til að mæta Arsenal," sagði Ledley King, fyrirliði Tottenham, í viðtali við Sky Sports.

„Þessi sigur skiptir gríðarlega miklu máli fyrrir okkur og það sést best á stigatöflunni. Við urðum að rífa okkur strax upp eftir tapið á móti Portsmouth og það tókst. Það var mjög mikilvægt að koma sterkir til baka og nú líður mér eins og við getum unnið öll lið á heimavelli," sagði King.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×