Svala Björgvins bloggar um tísku 23. júní 2010 12:00 Söngkonan Svala Björgvinsdóttir heldur úti skemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar. Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvikmyndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast Netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig," útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirnar á netinu. „Tískublogg eru tískublöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum." Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað gömlum hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er sparsamur fatafíkill," segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni killakali.tumblr.com. - sm Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvikmyndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast Netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig," útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirnar á netinu. „Tískublogg eru tískublöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum." Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað gömlum hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er sparsamur fatafíkill," segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni killakali.tumblr.com. - sm
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira