Stjórnir lífeyrissjóða þarf að endurskoða sem fyrst Helga Arnardóttir skrifar 17. mars 2010 12:00 Eygló Harðardóttir segir það sorglega staðreynd hve lítil breyting hafi orðið á stjórnum lífeyrissjóðanna. Mynd/ Vilhelm. Það er sorgleg staðreynd að lítil sem engin breyting hafi orðið á stjórnum sex stærstu lífeyrissjóða landsins eftir efnahagshrunið segir Eygló Harðardóttir þingmaður framsóknar. Val á stjórnarmönnum í lífeyrissjóðina sé ólýðræðislegt og það þurfi að endurskoða sem fyrst. Fréttablaðið greinir frá því í dag að þrír af hverjum fjórum stjórnarmönnum í sex stærstu lífeyrissjóðum landsins sátu í stjórn sjóðanna fyrir hrun efnahagslífsins haustið 2008 og sitja þar enn. Aðeins rúmur fjórðungur stjórnarmanna hefur komið nýr inn í kjölfar hrunsins. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir í viðtali við blaðið að nauðsynlegt sé að endurnýjun verði í stjórnum lífeyrissjóðanna.Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknar segir sjóðina mjög valdamikla núna og hafa yfir miklum fjármunum að ráða. Hún segir sorglegt að stjórnir lífeyrissjóðanna hafi lítið breyst eftir hrun.„Það þarf algjörlega að endurskoða hvernig er valið í stjórnir lífeyrissjóða. Það er mjög ólýðræðislegt hvernig staðið er að því vali núna. Við sem erum að borga í lífeyrissjóðina höfum ekkert um það að segja hverjir taka sæti í stjórnunum"Eygló hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðunum, ásamt Samfylkingu og Hreyfingunni.„Ég vil að þeir sem borga iðgjöld í lífeyrissjóði velji í beinni kosningu fulltrúana sem taka sæti í stjórninni. Það er einn maður eitt atkvæði. Ég vil líka að stjórnir sjóðanna endurspegli þá staðreynd að iðgjöldin koma frá launþegum og þetta séu fjármunir þeirra. Þannig að atvinnurekendur eigi að vera með minnihluta í stjórnum sjóðanna. Með þessu frumvarpi er líka verið að kalla eftir því að fá betri upplýsingar um nákvæmlega hvað er verið að gera með þessa peninga."Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar fréttastofa leitaði eftir því. Hann sagði það ekki í höndum Landssamtakanna að velja í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki náðist í Arnar Sigurmundsson formann samtakanna. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að lítil sem engin breyting hafi orðið á stjórnum sex stærstu lífeyrissjóða landsins eftir efnahagshrunið segir Eygló Harðardóttir þingmaður framsóknar. Val á stjórnarmönnum í lífeyrissjóðina sé ólýðræðislegt og það þurfi að endurskoða sem fyrst. Fréttablaðið greinir frá því í dag að þrír af hverjum fjórum stjórnarmönnum í sex stærstu lífeyrissjóðum landsins sátu í stjórn sjóðanna fyrir hrun efnahagslífsins haustið 2008 og sitja þar enn. Aðeins rúmur fjórðungur stjórnarmanna hefur komið nýr inn í kjölfar hrunsins. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir í viðtali við blaðið að nauðsynlegt sé að endurnýjun verði í stjórnum lífeyrissjóðanna.Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknar segir sjóðina mjög valdamikla núna og hafa yfir miklum fjármunum að ráða. Hún segir sorglegt að stjórnir lífeyrissjóðanna hafi lítið breyst eftir hrun.„Það þarf algjörlega að endurskoða hvernig er valið í stjórnir lífeyrissjóða. Það er mjög ólýðræðislegt hvernig staðið er að því vali núna. Við sem erum að borga í lífeyrissjóðina höfum ekkert um það að segja hverjir taka sæti í stjórnunum"Eygló hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðunum, ásamt Samfylkingu og Hreyfingunni.„Ég vil að þeir sem borga iðgjöld í lífeyrissjóði velji í beinni kosningu fulltrúana sem taka sæti í stjórninni. Það er einn maður eitt atkvæði. Ég vil líka að stjórnir sjóðanna endurspegli þá staðreynd að iðgjöldin koma frá launþegum og þetta séu fjármunir þeirra. Þannig að atvinnurekendur eigi að vera með minnihluta í stjórnum sjóðanna. Með þessu frumvarpi er líka verið að kalla eftir því að fá betri upplýsingar um nákvæmlega hvað er verið að gera með þessa peninga."Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar fréttastofa leitaði eftir því. Hann sagði það ekki í höndum Landssamtakanna að velja í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki náðist í Arnar Sigurmundsson formann samtakanna.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira