Enski boltinn

Defoe og King steggjuðu Sol Campbell

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Enski varnarmaðurinn Sol Campbell gengur í það heilaga í dag er hann giftist ástinni sinni, Fionu Barratt. Eins og venja er var hann steggjaður af félögum sínum í gær.

Campbell hafði óskað eftir rólegri steggjun við vini sína en þeir Ledley King og Jermain Defoe voru með allt aðrar hugmyndir.

Þeir gátu ekki hugsað sér rólegt kvöld og fóru því með Sol út á lífið þar sem var slett ærlega úr klaufunum.

Það verður svo væntanlega enn meira fjör í brúðkaupsveislunni í kvöld.

Vísir óskar Sol og Fionu til hamingju með daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×