Íslenski boltinn

Ólafur Stígsson hættur við að hætta

Elvar Geir Magnússon skrifar
Reynsluboltinn Ólafur Stígsson.
Reynsluboltinn Ólafur Stígsson.

Ólafur Stígsson hefur ákveðið að taka skóna úr hillunni og leika áfram með Fylkismönnum á komandi leiktíð. Hann hafði lagt þá á hilluna eftir frábært tímabil í fyrra.

Fram kemur á heimasíðu Fylkis að illa hafi gengið að fylla skarð hans í leikjum undirbúningstímabilsins.

„Eftir nokkra umhugsun ákvað Óli Stígs að verða við beiðni okkar og erum við honum þakklátir fyrir það," segir á heimasíðunni. Ólafur er leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu síðasta sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×