Enski boltinn

Clarke missir líklega af tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Billy Clarke, leikmaður Blackpool.
Billy Clarke, leikmaður Blackpool. Nordic Photos / Getty Images

Nýliðar Blackpool í ensku úrvalsdeildinni hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en útlit er fyrir að framherjinn Billy Clarke missi af öllu tímabilinu í deildinni.

Clarke sleit krossband í hné eftir aðeins tvær mínútur í fyrsta æfingaleik Blackpool á undirbúningstímabilinu fyrir fáeinum dögum.

Í fyrst var talið að Clarke yrði frá í aðeins fáeina mánuði en læknar félagsins hafa nú staðfest að hann geti ekki byrjað að spila á nýjan leik fyrr en í apríl næstkomandi, í allra fyrsta lagi.

„Hann leit mjög vel út á æfingum og var búinn að leggja mikið á sig í sumar til að jafna sig á þeim meiðslum sem voru að hrjá hann á síðasta tímabili," sagði Ian Holloway, stjóri Blackpool.

„Þetta er afar sorglegt og við erum allir í sárum vegna þessa."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×