Enski boltinn

David James á leið til Bristol City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David James í leik með Portsmouth á síðustu leiktíð.
David James í leik með Portsmouth á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Samkvæmt breskum fjölmiðlum mun David James vera á leið til enska B-deildarfélagsins Bristol City.

James hefur verið á mála hjá Portsmouth undanfarin ár sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og glímir við mikla fjárhagslega erfiðleika.

Hann spilaði með enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku í sumar og hefur helst verið orðaður við Celtic í Skotlandi og Englandsmeistara Chelsea.

James er 39 ára gamall og er samningslaus eins og stendur. Bristol City varð í tíunda sæti ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili og er talið að James muni semja við liðið til eins árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×