Enski boltinn

Manchester-liðin töpuðu bæði í Bandaríkjunum í nótt

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Henry leikur sér að því að halda boltanum í nótt.
Henry leikur sér að því að halda boltanum í nótt. AFP
Manchester United tapaði fyrir Kansas City Wizards í æfingaleik í nótt. Lokatölur voru 2-1 fyrir Bandaríkjamennina sem léku manni færri í 50 mínútur.

Um 52 þúsund áhorfendur sáu leikinn en heimamenn komust yfir á 11. mínútu en Dimitar Berbatov jafnaði úr víti.

Rétt fyrir hálfleikinn skoraði Kansas þó aftur síðasta mark leiksins. Á þeim mínútum fékk einn leikmanna þeirra einnig gult spjald vegna grófar tæklingar.

United spilaði með blöndu af ungum og reyndum leikmönnum. Ben Amos, Ritchie De Laet og Mame Biram Diouf spiluðu líkt og Ryan Giggs, Paul Scholes ásamt Berbatov.

Þá vann New York Red Blls 2-1 sigur á Manchester City í nótt þar sem Thierry Henry lék vel með Red Bulls. Jo skoraði fyrir City og jafnaði en Bandaríkjamennirnir tryggðu sér sigur 20 mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×