Íslenski boltinn

Heimir: Gott að halda hreinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.

Heimir Hallgrímsson var ánægður með frammistöðu sinna manna í ÍBV sem unnu 3-0 sigur á Selfossi í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Ég er gríðarlega sáttur við spilamennskuna," sagði Heimir. „Ég er ánægður með að við héldum hreinu en ég átti þess vegna von á því að fá mark á okkur í upphafi seinni hálfleik þar sem við vorum ekki duglegir að nýta okkur þau færi sem við fengum í þeim fyrri."

„Strákarnir stóðu sig allir mjög vel og mér fannst Þórarinn Ingi vera frábær í þessum leik - alveg frábær."

Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö marka ÍBV í kvöld en Tony Mawejje eitt.

„Við ætluðum að pressa þá strax frá byrjun og það má segja að það hafi gengið vel upp enda skoruðum við strax eftir tæpa mínútu," sagði Tryggvi.

„Við vorum þess fyrir utan að spila mjög vel og manni var svo létt þegar að Tony skoraði annað markið okkar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×