Enski boltinn

Fer Man. Utd til Dubai á mánudag?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætlar með sína menn til Dubai fari svo að leik liðsins gegn Birmingham verði frestað.

Ferguson hefur fengið sig svo fullsaddan á kuldanum á Bretlandseyjum að ekkert minna en Dubai dugir til.

Veðrið hefur hamlað æfingum hjá Man. Utd og Ferguson sættir sig illa við það. Verði leiknum frestað mun United fljúga utan á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×