Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Grín hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur við sína menn í seinni hálfleiknum gegn KR í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik keyrðu KR-ingar yfir gestgjafa sína í þeim síðari og unnu 4-1.

„Hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn er bara grín. Við mætum ekki til leiks og ég veit ekki hvað gerist," sagði Gunnlaugur.

„Mér fannst við eiga betri færi í fyrri hálfleik en í þeim seinni náum ekki þessari liðsframmistöðu sem við höfum sýnt í síðustu leikjum."

Valsmenn horfa til fjórða sætis deildarinnar sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni. „Þetta mót er alls ekki búið hjá okkur. Það er hellingur um að keppa. Mótið hefur verið svo ótrúlega jafnt í sumar og þessi lið sem hafa verið um miðbik deildarinnar eru að fara að mætast í næstu umferðum. Það er ýmislegt hægt að gera ef við náum sigrum," sagði Gunnlaugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×