InDefence þiggja frelsisverðlaunin 30. ágúst 2010 12:07 „Það er auðvelt að sjá kaldhæðnina í þessu, en við ákváðum að þiggja verðlaunin", segir talsmaður Indefence hópsins sem fékk fyrir helgi Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Barátta Indefence snerist um Icesave-reikninga Landsbankans, þar sem fyrrnefndur Kjartan sat í bankaráði. Ungir Sjálfstæðismenn rökstuddu val sitt á Indefence með því að hópurinn ætti hvað mestan heiður skilinn fyrir að hindra að gengið yrði að ólögmætum og ósanngjörnum kröfum Breta og Hollendinga gegn þjóðinni í Icesave málinu. Ef ekki hefði verið fyrir InDefence, hefði andstaðan við málið líklega ekki náð þeim skriðþunga sem þurfti til að brjóta á bak aftur áform stjórnvalda um að ganga að kröfunum. Verðlaunin eru kennd við fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins - Kjartan Gunnarsson sem var varaformaður bankaráðs Landsbankans þegar bankinn hóf að safna fé inn á Icesave-reikninga í Bretlandi. Kjartan sat aukinheldur í endurskoðunarnefnd bankans - sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með IceSave. Þá hefur jafnvel komið til tals hjá meirihlutaflokkunum á þingi, að ríkið fari í skaðabótamál við þá sem kunna að bera ábyrgð á tilurð Icesave. Komi til þess gæti títtnefndur Kjartan orðið einn þeirra sem þyrfti að greiða skaðabætur úr eigin vasa til íslenska ríkisins - vegna afleiðinga Icesave, sem Indefence hefur barist ötullega gegn frá hruni. Jóhannes Þ. Skúlason, talsmaður Indefence, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hópurinn hefði eftir nokkra umhugsun ákveðið að þiggja Frelsisverðlaun Kjartans. Hann viðurkennir að auðvelt sé að sjá kaldhæðnina í þessari verðlaunaveitingu, það hefði hins vegar ekki samrýmst stefnu Indefence að fara í manngreinarálit við að þiggja verðlaun. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
„Það er auðvelt að sjá kaldhæðnina í þessu, en við ákváðum að þiggja verðlaunin", segir talsmaður Indefence hópsins sem fékk fyrir helgi Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Barátta Indefence snerist um Icesave-reikninga Landsbankans, þar sem fyrrnefndur Kjartan sat í bankaráði. Ungir Sjálfstæðismenn rökstuddu val sitt á Indefence með því að hópurinn ætti hvað mestan heiður skilinn fyrir að hindra að gengið yrði að ólögmætum og ósanngjörnum kröfum Breta og Hollendinga gegn þjóðinni í Icesave málinu. Ef ekki hefði verið fyrir InDefence, hefði andstaðan við málið líklega ekki náð þeim skriðþunga sem þurfti til að brjóta á bak aftur áform stjórnvalda um að ganga að kröfunum. Verðlaunin eru kennd við fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins - Kjartan Gunnarsson sem var varaformaður bankaráðs Landsbankans þegar bankinn hóf að safna fé inn á Icesave-reikninga í Bretlandi. Kjartan sat aukinheldur í endurskoðunarnefnd bankans - sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með IceSave. Þá hefur jafnvel komið til tals hjá meirihlutaflokkunum á þingi, að ríkið fari í skaðabótamál við þá sem kunna að bera ábyrgð á tilurð Icesave. Komi til þess gæti títtnefndur Kjartan orðið einn þeirra sem þyrfti að greiða skaðabætur úr eigin vasa til íslenska ríkisins - vegna afleiðinga Icesave, sem Indefence hefur barist ötullega gegn frá hruni. Jóhannes Þ. Skúlason, talsmaður Indefence, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hópurinn hefði eftir nokkra umhugsun ákveðið að þiggja Frelsisverðlaun Kjartans. Hann viðurkennir að auðvelt sé að sjá kaldhæðnina í þessari verðlaunaveitingu, það hefði hins vegar ekki samrýmst stefnu Indefence að fara í manngreinarálit við að þiggja verðlaun.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira