Enski boltinn

Ian Rush: Cole er stórkostlegur leikmaður

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Cole í leik á HM.
Cole í leik á HM. GettyImages
"Þetta eru stórkostleg tíðindi fyrir félagið," segir Ian Rush, goðsögn hjá Liverpool, um Joe Cole sem valdi að ganga í raðir félagsins. Hann hafði úr nægu að velja en á endanum heillaði Bítlaborgin mest.

"Joe Cole er frábær leikmaður og ég held að hann hafi farið frá Chelsea af því hann fékk ekki að spila nógu mikið. Það kom mér aðeins á óvart að hann spilaði ekki mikið á HM þar sem hann er leikmaður sem getur opnað hvaða vörn sem er," sagði Rush.

Með því að fá Cole til félagsins hefur Roy Hodgson einnig sýnt að hann er augljóslega nógu stórt nafn til að fá stóru leikmennina til félagsins. Cole var mjög eftirsóttur og bæði Arsenal og Tottenham vildu fá hann til sín.

"Liverpool Football Club er stærsta félag í heimi, við erum kannski ekki jafn sigursælir og við höfum verið en þetta sýnir að félagið getur vel fengið til sín bestu leikmennina, hvort sem hann er landsliðsmaður Englands eða ekki," segir Rush.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×