Enski boltinn

Sunderland að kaupa Titus Bramble fyrir eina milljón punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Titus Bramble fagnar marki fyrir Wigan.
Titus Bramble fagnar marki fyrir Wigan. Mynd/Getty Images
Wigan hefur samþykkt tilboð Sunderland í varnarmanninn Titus Bramble og er leikmaðurinn á leiðinni í læknisskoðun í Sunderland. Bramble er 28 ára gamall og mun kosta Sunderland eina milljón punda eða um 188 milljónir íslenskra króna.

Titus Bramble á eftir að ganga frá sínum samningi við Sunderland en samningaviðræður standa yfir. Hann ætti að gera farið til móts við liðið í æfingaferð í Portúgal um leið og hann stenst læknisskoðun.

Steve Bruce, stjóri Sunderland, snéri sér að Titus Bramble eftir að honum mistókst að fá Heiko Westermann frá Schalke eða fá svar frá Sol Campbell sem er í viðræðum við nokkur félög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×