Innlent

Skýrslutökur standa enn yfir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skýrslutökur standa enn í húsnæði Ríkislögreglustjóra yfir mönnunum sem eru grunaðir um stórfellt gjaldeyrisbrask.

Eins og kom fram i fréttum fyrr í dag leikur grunur á þrettán milljarða króna svikum, auk þess sem hugsanlegt peningaþvætti og skattsvik eru einnig til rannsóknar.

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa átt í viðamiklu samstarfi í tengslum við rannsókn málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×