Enski boltinn

Fer Fabregas til Mourinho?

Arnar Björnsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Ítalíumeistarar Inter í Mílanó eru sagðir spenntir fyrir að fá fyrirliða Arsenal, Cesc Fabregas, í sínar raðir í sumar.  Ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Inter sé tilbúið að borga Arsenal 30 milljónir punda og láta hinn efnilega Mario Balotelli fylgja með í kaupunum en Inter telur hann 20 milljóna punda virði. 

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sagður láta fylgjast grannt með hinum 19 ára Balotelli. Cesc Fabregas er kóngurinn hjá Arsenal en hann hefur nánast í hverri viku í marga mánuði verið orðaður við Evrópumeistara Barcelona.  

Ítalskir fjölmiðlar telja sig hafa traustar heimildir fyrir því að málið sé komið það langt að Inter hafi tryggt Fabregas fyrir hugsanlegum meiðslum áður en til félagaskiptanna kemur.  

Fabregas er samningsbundinn Arsenal til 2013 og fréttir frá Englandi herma að félagið sé reiðubúið að gera nýjan 5 ára samning við Spánverjann sem myndu færa honum 120 þúsund pund í vikulaun. 

Nokkuð öruggt þykir að Marokkómaðurinn Marouane Chamakh hjá Bordeaux gengur til liðs við Arsenal í sumar. Hann er sagður ódýr á fóðrum miðað við marga aðra fótboltamenn og sagður fá 25 þúsund pund í vikulaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×