Innlent

Minni bílaumferð nú en í fyrra

Umferð dróst saman á hringveginum í öllum landshlutum nema Norðurlandi. Það skýrist líklega af mikilli skíðaiðkun á Akureyri.fréttablaðið/pjetur
Umferð dróst saman á hringveginum í öllum landshlutum nema Norðurlandi. Það skýrist líklega af mikilli skíðaiðkun á Akureyri.fréttablaðið/pjetur

Umferð um hringveginn dróst verulega saman fyrstu fjóra mánuði ársins, á 16 völdum talningarstöðum. Þetta jafngildir 3,2 prósentum og er mesti samdráttur í langan tíma.

Í fyrra jókst umferðin fyrstu fjóra mánuði ársins um 0,7 prósent, en stóð í stað árið 2008. Árið 2007 jókst hún um tæp 14 prósent á sama tíma. Þetta

er því mikil breyting á skömmum tíma.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að erlendar rannsóknir sýni mikla fylgni með þjóðarhag og umferðarsveiflu og þá fylgni megi einnig sjá hér á landi.

Mælingar sýna samdrátt á öllum landsvæðum, nema Norðurlandi, þar var örlítil hækkun. Það kann að skýrast af mikilli skíðasókn í vetur. Umferð á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu minnkar um tæp fjögur prósent.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×