Enski boltinn

Örlög Leeds ráðast í beinni á Stöð 2 Sport 2

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Simon Grayson, þjálfari Leeds.
Simon Grayson, þjálfari Leeds. Nordic Photos / Getty Images

Sýnt verður beint frá leik Leeds og Britstol Rovers í lokaumferð ensku C-deildarinnar á Stöð 2 Sport 2 á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 14.00 en Leeds er nú í öðru sæti deildarinnar og á í harðri baráttu við fjögur önnur lið um að fylgja beint upp í B-deildina og sleppa þannig við umspilskeppnina.

Leeds dugir sigur á morgun en leikurinn fer fram á Elland Road, heimavelli félagsins.

Leeds er nú með 83 stig í öðru sætinu, einu meira en bæði Millwall og Swindon sem mætast innbyrðis á sama tíma á morgun.

Charlton er svo með 81 stig og Huddersfield 80 en öll þessi fimm lið eiga möguleika að fara beint upp með Norwich sem er fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitil deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×