Enski boltinn

West Ham neitar tilboði Tottenham í Scott Parker

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
West Ham hefur neitað tilboði frá Tottenham í fyrirliðia sinn Scott Parker. Hinn 29 ára gamli miðjumaður er ekki til sölu segja Hamrarnir.

"Ég lofaði því að Scott væri ekki til sölu, sama hvaða tilboð bærist. Ég ætla ekki að brjóta það loforð," sagði David Sullivan, stjórnarformaður West Ham.

Hann staðfesti svo að Tottenham hefði boðið í Parker sem á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá félaginu.

Ekki hefur fengist uppgefið hvað tilboðið hljóðaði upp á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×