Fjölskylduhjálpin gagnrýnd harkalega 26. mars 2010 04:00 Jórunn Frímannsdóttir ætlar að fullvissa sig um að fólki verði ekki mismunað eftir þjóðerni í næstu úthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Fréttablaðið/ Fjölskylduhjálp Íslands var harðlega gagnrýnd í gær fyrir fyrirkomulag hennar við úthlutun matvæla á miðvikudag. Í úthlutuninni var Íslendingum veittur forgangur umfram útlendinga, eins og Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, staðfesti í viðtali við blaðið í fyrradag. Ásgerður vefengdi fréttina hins vegar í tilkynningu í gær. Spurð um þetta segist Ásgerður sár og ósátt við fréttina: „Við töldum okkur vera að gera góða hluti betri. Þetta var eingöngu gert til þess.“ Að öðru leyti vill hún ekki svara spurningum, svo sem um hvernig fyrirkomulag Fjölskylduhjálpin muni viðhafa í framtíðinni. Ráða mátti af tilkynningu Fjölskylduhjálpar að mistök hefðu verið gerð, sem yrðu ekki endurtekin. Formaður velferðarráðs, Jórunn Frímannsdóttir, segir að fundað verði með forsvarsmönnum Fjölskylduhjálparinnar á næstu dögum um hvernig verði bætt úr þessum málum fyrir næstu úthlutun Fjölskylduhjálparinnar. „Við verðum að vera fullviss um að það verði ekki komið svona fram við fólk í næstu úthlutun,“ segir hún. Félagsmálaráðherra ræddi um úthlutunina á Alþingi í gær og sagði ekki hægt að sætta sig við að gert sé upp á milli fólks eftir uppruna. Borgarráð og mannréttindaráð ályktuðu einnig um málið í gær og sögðu meðal annars að ekki væri hægt að umbera að mannréttindastefna Reykjavíkurborgar væri brotin. Móta ætti skýrari reglur á vegum borgarinnar í samráði við samtök sem hljóta styrki frá henni. Vilborg Oddsdóttir, sem hefur umsjón með innanlandsaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir að hjá sér sé ekki spurt um þjóðerni við úthlutanir. „Það kemur fram í stofnskrá Hjálparstarfsins að við megum ekki mismuna eftir kyni, trú, eða þjóðerni. Þannig að þessi hugsun kemur ekki einu sinni upp hjá okkur,“ segir hún. Ekki náðist í Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Mæðrastyrksnefndar, við gerð fréttarinnar. klemens@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands var harðlega gagnrýnd í gær fyrir fyrirkomulag hennar við úthlutun matvæla á miðvikudag. Í úthlutuninni var Íslendingum veittur forgangur umfram útlendinga, eins og Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, staðfesti í viðtali við blaðið í fyrradag. Ásgerður vefengdi fréttina hins vegar í tilkynningu í gær. Spurð um þetta segist Ásgerður sár og ósátt við fréttina: „Við töldum okkur vera að gera góða hluti betri. Þetta var eingöngu gert til þess.“ Að öðru leyti vill hún ekki svara spurningum, svo sem um hvernig fyrirkomulag Fjölskylduhjálpin muni viðhafa í framtíðinni. Ráða mátti af tilkynningu Fjölskylduhjálpar að mistök hefðu verið gerð, sem yrðu ekki endurtekin. Formaður velferðarráðs, Jórunn Frímannsdóttir, segir að fundað verði með forsvarsmönnum Fjölskylduhjálparinnar á næstu dögum um hvernig verði bætt úr þessum málum fyrir næstu úthlutun Fjölskylduhjálparinnar. „Við verðum að vera fullviss um að það verði ekki komið svona fram við fólk í næstu úthlutun,“ segir hún. Félagsmálaráðherra ræddi um úthlutunina á Alþingi í gær og sagði ekki hægt að sætta sig við að gert sé upp á milli fólks eftir uppruna. Borgarráð og mannréttindaráð ályktuðu einnig um málið í gær og sögðu meðal annars að ekki væri hægt að umbera að mannréttindastefna Reykjavíkurborgar væri brotin. Móta ætti skýrari reglur á vegum borgarinnar í samráði við samtök sem hljóta styrki frá henni. Vilborg Oddsdóttir, sem hefur umsjón með innanlandsaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir að hjá sér sé ekki spurt um þjóðerni við úthlutanir. „Það kemur fram í stofnskrá Hjálparstarfsins að við megum ekki mismuna eftir kyni, trú, eða þjóðerni. Þannig að þessi hugsun kemur ekki einu sinni upp hjá okkur,“ segir hún. Ekki náðist í Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Mæðrastyrksnefndar, við gerð fréttarinnar. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira