Enski boltinn

Liverpool býður Joe Cole 17 milljónir í laun á viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Cole vill ekki vera í varamannashlutverkinu lengur.
Joe Cole vill ekki vera í varamannashlutverkinu lengur. Mynd/Getty Images
Joe Cole mun fá 90 þúsund pund í laun á viku eða 17 milljónir íslenskra króna ákveði hann að taka tilboði Liverpool og spila fyrir Roy Hodgson á næsta tímabili.

Joe Cole er með lausan samning við Chelsea og er að leita sér að nýju félagi. Liverpool-menn voru ekki bjartsýnir til að byrja með þar sem Cole þyrfti þá að flytja frá London og myndi ekki fá að spila í Meistaradeildinni.

Joe Cole sér hinsvegar betri möguleika á að fá að spila reglulega hjá Liverpool heldur en hjá öðrum félögum sem hafa sýnt honum áhuga en það eru öll stærstu félögin í ensku deildinni.

Joe Cole er 28 ára gamall og hefur spilað með Chelsea frá 2003 þegar hann kom þangað frá West Ham. Hann skoraði 2 mörk í 25 leikjum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og varð þá enskur meistari í þriðja sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×