Íslenski boltinn

Jón Guðni ræðir við AEK Aþenu eftir tímabilið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Anton
Jón Guðni Fjóluson mun halda til viðræðna við AEK frá Aþenu eftir tímabilið hér á landi. Félagið var í viðræðum við Fram í vikunni um kaup á Jóni Guðna en eftir þær var ákveðið að geyma viðræðurnar í bili.

Þetta staðfestir þjálfari Fram, Þorvaldur Örlygsson.

„Við ákváðum að bíða fram á haustið en viðræður munu halda áfram seinna. Það er ánægjuefni að Jón Guðni muni klára tímabilið með okkur, en einnig að leikmaður frá okkur skuli eiga möguleika á að komast að erlendis. En það er tími og staður fyrir allt, síðar meir munum við finna tíma fyrir þetta,“ sagði Þorvaldur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×