Jón Guðni Fjóluson mun halda til viðræðna við AEK frá Aþenu eftir tímabilið hér á landi. Félagið var í viðræðum við Fram í vikunni um kaup á Jóni Guðna en eftir þær var ákveðið að geyma viðræðurnar í bili.
Þetta staðfestir þjálfari Fram, Þorvaldur Örlygsson.
„Við ákváðum að bíða fram á haustið en viðræður munu halda áfram seinna. Það er ánægjuefni að Jón Guðni muni klára tímabilið með okkur, en einnig að leikmaður frá okkur skuli eiga möguleika á að komast að erlendis. En það er tími og staður fyrir allt, síðar meir munum við finna tíma fyrir þetta,“ sagði Þorvaldur.
Jón Guðni ræðir við AEK Aþenu eftir tímabilið
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið





Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn



„Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
