Innlent

Telur spilavíti spilla heilsufari

Landlæknir segir að opnun spilavíta á Íslandi geti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna.
Landlæknir segir að opnun spilavíta á Íslandi geti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna.
Heilbrigðisráðuneytið leggst alfarið gegn því að heimilað verði að opna spilavíti hér á landi. Þetta segir í umsögn ráðuneytisins um málið sem skilað var til iðnaðarráðuneytisins í síðustu viku.

Í umsögninni er vitnað til álits sem leitað var eftir hjá Landlækni, sem aftur leitaði upplýsinga hjá SÁÁ, Félagi sálfræðinga og Félagi spilafíkla. Einungis það síðastnefnda svaraði Landlækni.

Í umsögn Landlæknis segir að byggt á mati sérfræðinga og öðrum umsögnum sé „það niðurstaða Landlæknis að opnun spilavíta á Íslandi geti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna“. Opnun spilavítis yrði nýr og spennandi valkostur fyrir áhugamenn um fjárhættuspil og vafasamt sé að slík þróun sé æskileg í ljósi hugsanlegrar aukningar spilafíknar.

„Landlæknir leggur áherslu á að ef opnun spilavíta verði að veruleika á Íslandi kalli það á að verulegu fjármagni verði varið í forvarnastarf og meðferð spilafíkla,“ segir í umsögninni. Þá þurfi að auka fjárveitingar til rannsókna á áhrifum aukins framboðs peningaspila á heilsu.

Ráðuneytið tekur undir orð Landlæknis um heilsuspillandi áhrif spilavíta og leggst gegn þeim. - sh


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.