Íslenski boltinn

Atli skoraði tvö í öruggum sigri FH á Val

Elvar Geir Magnússon í Egilshöll skrifar
Atli Guðnason fékk ekki samning hjá Tromsö og heldur því áfram að skora fyrir Fimleikafélagið.
Atli Guðnason fékk ekki samning hjá Tromsö og heldur því áfram að skora fyrir Fimleikafélagið.

Atli Guðnason skoraði tvö mörk fyrir FH sem vann Val í opnunarleik Lengjubikarsins 3-0.

Hitt mark Íslandsmeistarana skoraði Gunnar Már Guðmundsson sem gekk til liðs við félagið í vetur frá Fjölni.

FH-ingar eiga titil að verja í Lengjubikarnum.

Mikill fjöldi leikja er í keppninni þessa helgina en á morgun verður leikið samfleytt í Egilshöll frá 13 til 23.

Nú stendur yfir leikur ÍBV og ÍR en þar er staðan 1-0 í hálfleik fyrir Eyjamenn. Eyþór Helgi Birgisson skoraði markið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×