Fótbolti

Zlatan skoraði í endurkomunni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Zlatan Ibrahimovic sneri aftur í sænska landsliðið sem vann Skota 3-0 í æfingaleik í kvöld.

Zlatan var hættur með landsliðinu en endurkoma hans byrjaði vel.

Hann var aðeins þrjár mínútur að skora fyrsta markið. Hann skoraði af stuttu færi og lagði svo upp annað markið fyrir Emir Bajrami og Ola Toivonen skoraði svo það síðasta.

Af öðrum vináttulandsleikjum má nefna að Danmörk og Þýskaland gerðu 2-2 jafntefli og Finnar unnu Belga 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×