Marel: Veit hvernig leiðinlegir varnarmenn eiga að vera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júní 2010 08:30 Marel í leiknum gegn FH. Fréttablaðið/Vilhelm Marel Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, gerði sér lítið fyrir og lék sem varnarmaður í góðum útisigri liðsins á Íslandsmeisturum FH um helgina. Hann er maður 9. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en Marel hefur fyrst og fremst leikið sem sóknarmaður á ferlinum. „Þetta herbragð gekk mjög vel eftir hjá Bjarna enda hefur hann sýnt að hann er klókur, karlinn,“ sagði Marel við Fréttablaðið en hann hljóp í skarðið fyrir Tryggva Bjarnason sem veiktist fyrir leikinn. „Þetta kom mér vissulega á óvart en hann vissi að ég hef áður spilað í þessari stöðu nokkrum sinnum. Síðast gerði ég það með Molde í Noregi árið 2007 og þá aðeins nokkra leiki þegar það vantaði menn í vörnina vegna meiðsla.“ Hann segist kunna vel við sig í vörninni. „Jú, alveg ágætlega. Sem sóknarmaður veit ég líka hvernig leiðinlegir varnarmenn eiga að vera og maður vill alls ekki sjálfur mæta,“ sagði hann í léttum dúr. Óvíst er hvort að hann haldi áfram að spila í vörninni. „Það hefur ekkert verið rætt um það sérstaklega og verður bara að koma í ljós. Ég geri bara það sem þjálfarinn segir. Aðalmálið er samt að við unnum þarna góðan sigur þar sem við náðum að koma til baka gegn öflugum FH-ingum.“ FH komst yfir í leiknum og hafði 1-0 forystu í hálfleik. En Stjörnumenn sneru taflinu sér í vil í síðari hálfleik. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og byrjun þess seinni. Við vorum heppnir að vera bara 1-0 undir þá. En það var frábært að klára leikinn almennilega og þessi sigur mun gefa mönnum von. Það hefur verið einhver útivallargrýla viðloðandi okkur og við erum vonandi núna búnir að drepa hana.“ Stjarnan leikur á gervigrasi á sínum heimavelli og margir sparkspekingar halda því fram að þeir séu því aðeins góðir á heimavelli. „Það var gott að stinga aðeins upp í þá sem eru þeirrar skoðunar,“ sagði Marel og hló. „En við höfum samt verið að hiksta á heimavelli. Við unnum að vísu frábæran sigur á Keflavík þar en gerum svo jafntefli við Hauka og Val á heimavelli og við Selfoss á útivelli. Þetta voru leikir sem við vildum fá meira úr.“ Hann segir að aðalatriðið nú sé að Stjarnan sýni stöðugleika. „Við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi eins og við sýndum gegn Keflavík. En svo hafa komið arfaslakir leikir inn á milli. Næst mætum við ÍBV á heimavelli og þurfum að mæta í þann leik eins og karlmenn. Ef okkur tekst að fylgja þessum sigri eftir þá verðum við í ágætis málum í deildinni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Marel Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, gerði sér lítið fyrir og lék sem varnarmaður í góðum útisigri liðsins á Íslandsmeisturum FH um helgina. Hann er maður 9. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en Marel hefur fyrst og fremst leikið sem sóknarmaður á ferlinum. „Þetta herbragð gekk mjög vel eftir hjá Bjarna enda hefur hann sýnt að hann er klókur, karlinn,“ sagði Marel við Fréttablaðið en hann hljóp í skarðið fyrir Tryggva Bjarnason sem veiktist fyrir leikinn. „Þetta kom mér vissulega á óvart en hann vissi að ég hef áður spilað í þessari stöðu nokkrum sinnum. Síðast gerði ég það með Molde í Noregi árið 2007 og þá aðeins nokkra leiki þegar það vantaði menn í vörnina vegna meiðsla.“ Hann segist kunna vel við sig í vörninni. „Jú, alveg ágætlega. Sem sóknarmaður veit ég líka hvernig leiðinlegir varnarmenn eiga að vera og maður vill alls ekki sjálfur mæta,“ sagði hann í léttum dúr. Óvíst er hvort að hann haldi áfram að spila í vörninni. „Það hefur ekkert verið rætt um það sérstaklega og verður bara að koma í ljós. Ég geri bara það sem þjálfarinn segir. Aðalmálið er samt að við unnum þarna góðan sigur þar sem við náðum að koma til baka gegn öflugum FH-ingum.“ FH komst yfir í leiknum og hafði 1-0 forystu í hálfleik. En Stjörnumenn sneru taflinu sér í vil í síðari hálfleik. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og byrjun þess seinni. Við vorum heppnir að vera bara 1-0 undir þá. En það var frábært að klára leikinn almennilega og þessi sigur mun gefa mönnum von. Það hefur verið einhver útivallargrýla viðloðandi okkur og við erum vonandi núna búnir að drepa hana.“ Stjarnan leikur á gervigrasi á sínum heimavelli og margir sparkspekingar halda því fram að þeir séu því aðeins góðir á heimavelli. „Það var gott að stinga aðeins upp í þá sem eru þeirrar skoðunar,“ sagði Marel og hló. „En við höfum samt verið að hiksta á heimavelli. Við unnum að vísu frábæran sigur á Keflavík þar en gerum svo jafntefli við Hauka og Val á heimavelli og við Selfoss á útivelli. Þetta voru leikir sem við vildum fá meira úr.“ Hann segir að aðalatriðið nú sé að Stjarnan sýni stöðugleika. „Við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi eins og við sýndum gegn Keflavík. En svo hafa komið arfaslakir leikir inn á milli. Næst mætum við ÍBV á heimavelli og þurfum að mæta í þann leik eins og karlmenn. Ef okkur tekst að fylgja þessum sigri eftir þá verðum við í ágætis málum í deildinni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira