Marel: Veit hvernig leiðinlegir varnarmenn eiga að vera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júní 2010 08:30 Marel í leiknum gegn FH. Fréttablaðið/Vilhelm Marel Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, gerði sér lítið fyrir og lék sem varnarmaður í góðum útisigri liðsins á Íslandsmeisturum FH um helgina. Hann er maður 9. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en Marel hefur fyrst og fremst leikið sem sóknarmaður á ferlinum. „Þetta herbragð gekk mjög vel eftir hjá Bjarna enda hefur hann sýnt að hann er klókur, karlinn,“ sagði Marel við Fréttablaðið en hann hljóp í skarðið fyrir Tryggva Bjarnason sem veiktist fyrir leikinn. „Þetta kom mér vissulega á óvart en hann vissi að ég hef áður spilað í þessari stöðu nokkrum sinnum. Síðast gerði ég það með Molde í Noregi árið 2007 og þá aðeins nokkra leiki þegar það vantaði menn í vörnina vegna meiðsla.“ Hann segist kunna vel við sig í vörninni. „Jú, alveg ágætlega. Sem sóknarmaður veit ég líka hvernig leiðinlegir varnarmenn eiga að vera og maður vill alls ekki sjálfur mæta,“ sagði hann í léttum dúr. Óvíst er hvort að hann haldi áfram að spila í vörninni. „Það hefur ekkert verið rætt um það sérstaklega og verður bara að koma í ljós. Ég geri bara það sem þjálfarinn segir. Aðalmálið er samt að við unnum þarna góðan sigur þar sem við náðum að koma til baka gegn öflugum FH-ingum.“ FH komst yfir í leiknum og hafði 1-0 forystu í hálfleik. En Stjörnumenn sneru taflinu sér í vil í síðari hálfleik. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og byrjun þess seinni. Við vorum heppnir að vera bara 1-0 undir þá. En það var frábært að klára leikinn almennilega og þessi sigur mun gefa mönnum von. Það hefur verið einhver útivallargrýla viðloðandi okkur og við erum vonandi núna búnir að drepa hana.“ Stjarnan leikur á gervigrasi á sínum heimavelli og margir sparkspekingar halda því fram að þeir séu því aðeins góðir á heimavelli. „Það var gott að stinga aðeins upp í þá sem eru þeirrar skoðunar,“ sagði Marel og hló. „En við höfum samt verið að hiksta á heimavelli. Við unnum að vísu frábæran sigur á Keflavík þar en gerum svo jafntefli við Hauka og Val á heimavelli og við Selfoss á útivelli. Þetta voru leikir sem við vildum fá meira úr.“ Hann segir að aðalatriðið nú sé að Stjarnan sýni stöðugleika. „Við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi eins og við sýndum gegn Keflavík. En svo hafa komið arfaslakir leikir inn á milli. Næst mætum við ÍBV á heimavelli og þurfum að mæta í þann leik eins og karlmenn. Ef okkur tekst að fylgja þessum sigri eftir þá verðum við í ágætis málum í deildinni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Marel Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, gerði sér lítið fyrir og lék sem varnarmaður í góðum útisigri liðsins á Íslandsmeisturum FH um helgina. Hann er maður 9. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en Marel hefur fyrst og fremst leikið sem sóknarmaður á ferlinum. „Þetta herbragð gekk mjög vel eftir hjá Bjarna enda hefur hann sýnt að hann er klókur, karlinn,“ sagði Marel við Fréttablaðið en hann hljóp í skarðið fyrir Tryggva Bjarnason sem veiktist fyrir leikinn. „Þetta kom mér vissulega á óvart en hann vissi að ég hef áður spilað í þessari stöðu nokkrum sinnum. Síðast gerði ég það með Molde í Noregi árið 2007 og þá aðeins nokkra leiki þegar það vantaði menn í vörnina vegna meiðsla.“ Hann segist kunna vel við sig í vörninni. „Jú, alveg ágætlega. Sem sóknarmaður veit ég líka hvernig leiðinlegir varnarmenn eiga að vera og maður vill alls ekki sjálfur mæta,“ sagði hann í léttum dúr. Óvíst er hvort að hann haldi áfram að spila í vörninni. „Það hefur ekkert verið rætt um það sérstaklega og verður bara að koma í ljós. Ég geri bara það sem þjálfarinn segir. Aðalmálið er samt að við unnum þarna góðan sigur þar sem við náðum að koma til baka gegn öflugum FH-ingum.“ FH komst yfir í leiknum og hafði 1-0 forystu í hálfleik. En Stjörnumenn sneru taflinu sér í vil í síðari hálfleik. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og byrjun þess seinni. Við vorum heppnir að vera bara 1-0 undir þá. En það var frábært að klára leikinn almennilega og þessi sigur mun gefa mönnum von. Það hefur verið einhver útivallargrýla viðloðandi okkur og við erum vonandi núna búnir að drepa hana.“ Stjarnan leikur á gervigrasi á sínum heimavelli og margir sparkspekingar halda því fram að þeir séu því aðeins góðir á heimavelli. „Það var gott að stinga aðeins upp í þá sem eru þeirrar skoðunar,“ sagði Marel og hló. „En við höfum samt verið að hiksta á heimavelli. Við unnum að vísu frábæran sigur á Keflavík þar en gerum svo jafntefli við Hauka og Val á heimavelli og við Selfoss á útivelli. Þetta voru leikir sem við vildum fá meira úr.“ Hann segir að aðalatriðið nú sé að Stjarnan sýni stöðugleika. „Við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi eins og við sýndum gegn Keflavík. En svo hafa komið arfaslakir leikir inn á milli. Næst mætum við ÍBV á heimavelli og þurfum að mæta í þann leik eins og karlmenn. Ef okkur tekst að fylgja þessum sigri eftir þá verðum við í ágætis málum í deildinni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn