Fótbolti

Ekkert til í því að Laurent Blanc verði næsti þjálfari Frakka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Blanc er á góðri leið með að gera Bordeaux að frönskum meisturum annað árið í röð.
Laurent Blanc er á góðri leið með að gera Bordeaux að frönskum meisturum annað árið í röð. Mynd/AFP

Jean-Pierre Escalettes, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur borið til baka frétt í Le Parisisen um að Laurent Blanc muni taka við þjálfun franska landsliðsins af Raymond Domenech eftir HM í Suður-Afríku í sumar.

„Þetta er algjört rugl og hrein ósannindi. Ég neita þessu algjörlega," sagði Jean-Pierre Escalettes við franska útvarpsstöð.

„Ég myndi vita fyrstur ef eitthvað svona væri í gangi og við erum ekkert farnir að ræða það hver tekur við liðinu af Raymond Domenech. Sá tími mun koma síðar," sagði Escalettes.

Le Parisisen segir í frétt sinni í dag að Laurent Blanc væri farinn að ræða við reynslubolta franska sambandsins og að eftirmaður Raymond Domenech yrði tilkynntur í apríl eða maí.

Laurent Blanc hefur gert frábæra hluti með frönsku meistarana í Bordeaux en hann er með samning við liðið út næsta tímabil.

Það hefur frekar mikil óánægja með Raymond Domenech og hinn 44 ára gamli Laurent Blanc væri vissulega vel liðinn eftirmaður hans með franska landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×