Þingmenn skiluðu ekki upplýsingum 12. júní 2010 06:15 Birkir Jóns Jónsson. Nokkrir þingmenn, minnst fjórir úr Framsókn og einn úr Samfylkingu, ættu að vera en eru ekki á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem skiluðu upplýsingum vegna prófkjörs 2006, fyrir alþingiskosningar 2007. Fjallað verður um aðra flokka síðar. Ríkisendurskoðun mæltist til þess að frambjóðendur í prófkjörum 2005 til 2008 skiluðu upplýsingum um fjárframlög til sín fyrir síðustu áramót. Þingmönnum bar ekki lagaleg skylda til þessa. Úr Framsókn vantar nöfn þeirra Birkis Jóns Jónssonar, Eyglóar Harðardóttur, Guðmundar Steingrímssonar (sem var þá í framboði fyrir Samfylkingu) og Höskuldar Þórhallssonar. Birkir segist víst hafa skilað upplýsingunum: „Ég hef skilað öllu. Þetta var allt undir 300.000 króna viðmiðum og ég hef enga styrki þegið." Eygló Harðardóttir taldi að hún þyrfti ekki að skila þessu, sérlega í ljósi þess að hún var búin að upplýsa fjölmiðla um kostnaðinn: „Þetta var á milli sjö og átta hundruð þúsund. Fjölskyldan mín og ég greiddum stærstan hluta þess. Lítill hluti kom frá fyrirtækjum mér ótengdum, innan við 100.000 krónur," segir Eygló. Guðmundur Steingrímsson segir að styrkir til hans hafi verið vel undir 300.000 krónum hver og hann hafi því talið að hann þyrfti ekki að skila yfirlýsingu: „Þetta voru bara vinir og fjölskylda sem styrktu mig um einhver smáskot," segir Guðmundur. Höskuldur Þórhallsson taldi í gær að hann hefði skilað yfirlýsingu: „Ég fékk enga styrki, bara núll. En ég vil fara eftir tilmælum Ríkisendurskoðunar og mun senda henni þessar upplýsingar," segir Höskuldur. Róbert Marshall er eini þingmaður Samfylkingar sem ætti að vera á listanum og er ekki. Þetta kemur honum á óvart: „Ég hef skilað öllu um þetta prófkjör. Ég fyllti út eyðublað og sendi inn. Ég eyddi sumsé 707.000 krónum. Hæsti styrkurinn var 250.000 frá Baugi og ég gerði grein fyrir honum," segir Róbert. Lárus Ögmundsson hjá Ríkisendurskoðun segir að þeir sem ekki eru á listanum hafi ekki skilað upplýsingum, nema þær hafi misfarist í pósti: „Það er langt síðan við birtum þetta og þeir hafa ekki haft samband til að leiðrétta listann."Eygló HarðardóttirGuðmundur SteingrímssonHöskuldur ÞórhallssonRóbert Marshall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Nokkrir þingmenn, minnst fjórir úr Framsókn og einn úr Samfylkingu, ættu að vera en eru ekki á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem skiluðu upplýsingum vegna prófkjörs 2006, fyrir alþingiskosningar 2007. Fjallað verður um aðra flokka síðar. Ríkisendurskoðun mæltist til þess að frambjóðendur í prófkjörum 2005 til 2008 skiluðu upplýsingum um fjárframlög til sín fyrir síðustu áramót. Þingmönnum bar ekki lagaleg skylda til þessa. Úr Framsókn vantar nöfn þeirra Birkis Jóns Jónssonar, Eyglóar Harðardóttur, Guðmundar Steingrímssonar (sem var þá í framboði fyrir Samfylkingu) og Höskuldar Þórhallssonar. Birkir segist víst hafa skilað upplýsingunum: „Ég hef skilað öllu. Þetta var allt undir 300.000 króna viðmiðum og ég hef enga styrki þegið." Eygló Harðardóttir taldi að hún þyrfti ekki að skila þessu, sérlega í ljósi þess að hún var búin að upplýsa fjölmiðla um kostnaðinn: „Þetta var á milli sjö og átta hundruð þúsund. Fjölskyldan mín og ég greiddum stærstan hluta þess. Lítill hluti kom frá fyrirtækjum mér ótengdum, innan við 100.000 krónur," segir Eygló. Guðmundur Steingrímsson segir að styrkir til hans hafi verið vel undir 300.000 krónum hver og hann hafi því talið að hann þyrfti ekki að skila yfirlýsingu: „Þetta voru bara vinir og fjölskylda sem styrktu mig um einhver smáskot," segir Guðmundur. Höskuldur Þórhallsson taldi í gær að hann hefði skilað yfirlýsingu: „Ég fékk enga styrki, bara núll. En ég vil fara eftir tilmælum Ríkisendurskoðunar og mun senda henni þessar upplýsingar," segir Höskuldur. Róbert Marshall er eini þingmaður Samfylkingar sem ætti að vera á listanum og er ekki. Þetta kemur honum á óvart: „Ég hef skilað öllu um þetta prófkjör. Ég fyllti út eyðublað og sendi inn. Ég eyddi sumsé 707.000 krónum. Hæsti styrkurinn var 250.000 frá Baugi og ég gerði grein fyrir honum," segir Róbert. Lárus Ögmundsson hjá Ríkisendurskoðun segir að þeir sem ekki eru á listanum hafi ekki skilað upplýsingum, nema þær hafi misfarist í pósti: „Það er langt síðan við birtum þetta og þeir hafa ekki haft samband til að leiðrétta listann."Eygló HarðardóttirGuðmundur SteingrímssonHöskuldur ÞórhallssonRóbert Marshall
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira