Enski boltinn

Clichy: Vona að Tottenham nái fjórða sætinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gael Clichy.
Gael Clichy.

Gael Clichy, leikmaður Arsenal, hefur ekki kætt stuðningsmenn síns eigins liðs með þeim orðum að hann vonist til að Tottenham nái fjórða sæti deildarinnar.

Þessir erkifjendur mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. „Þetta hatur er eitthvað sem er milli stuðningsmanna. Það er allt annað andrúmsloft milli leikmanna liðanna í dag," sagði Clichy.

„Fyrir nokkrum árum þegar liðin voru byggð upp á heimamönnum var annar andi. En nú eru leikmenn frá Mexíkó, Frakklandi og fleiri löndum að spila."

„Vonum bara að við vinnum titilinn og þeir nái fjórða sætinu. Þetta verður svakalegur leikur því bæði lið hafa að miklu að keppa. Við erum að berjast um titilinn og þeir reyna að ná fjórða sætinu. Þetta verður risastór leikur," sagði Clichy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×