Íslenski boltinn

Heimir: Óska Grindvíkingum til hamingju með verðskuldaðan sigur

Valur Smári Heimisson í Vestmannaeyjum skrifar
Eyjamenn voru langt frá sínu besta í dag þegar þeir tóku á móti Grindavík á Hásteinsvellinum. ÍBV réð lítið sem ekkert við þann mikla vind sem var en vindhraði var um 20 metrar á sekúndu.

„Við vorum allaveganna ekki að gera það sem þarf að gera og ætluðum að gera. Það eru einfaldlega ákveðnar reglur sem gilda þegar maður spilar í svona roki og við þekkjum þær reglur alveg, ég veit ekki hvað var í gangi hvort það var bara einhver taugaspenna og menn gleyma sér bara. Í svona vindi verðum við bara að spila niðri, spila í fætur en ekki svæði og bara ákveðnar reglur sem maður verður að fara eftir."

Eyjanmenn spiluðu undan vindi í seinni hálfleik og reyndu að sækja en lítið gekk að halda boltanum og skapa hættuleg færi.

„Það var alveg sama hvað við töluðum um í hálfleik það virtist engu breyta í seinni hálfleik og við einfaldlega klikkuðum á þessu prófi og litum enganveginn út fyrir að vera lið sem er að berjast um Íslandsmeistaratitilinn."

Mikill stígandi hefur verið í Grindavíkurliðinu síðan Ólafur Örn tók við og litu þeir ekki út fyrir að vera lið sem væri í botnbaráttunni.

„Allt kredit til Grindavíkur, þeir áttu einfaldlega skilið að vinna þennann leik. Þó svo að það hafi ekki verið mikið um opin færi í þessum leik þá voru þeir að gera vel, börðust vel og voru að loka svæðum. Ég vil einfaldlega óska þeim til hamingju með þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×