Innlent

Um 500 manns voru viðstaddir opnunarhátíð HR

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir opnuðu skólann formlega. Mynd/ HR.
Katrín Jakobsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir opnuðu skólann formlega. Mynd/ HR.
Um 500 manns komu saman í dag á opnunarhátíð Háskólans í Reykjavík við Menntaveg 1 í Nauthólsvík í dag. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri klipptu á borða og opnuðu þar með nýbyggingu HR með formlegum hætti.

Svafa Grönfeldt, fráfarandi rektor HR og Ari Kristinn Jónsson, verðandi rektor HR, ávörpuðu samkomuna og að lokum flutti Finnur Oddsson, formaður háskólaráðs og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands ávarp, þar sem hann þakkaði sérstaklega þeim tveimur konum sem gegnt hafa stöðu rektors við HR, Svöfu og Guðfinnu S. Bjarnadóttur, og sagði þær eiga hvað mestan heiður af því að þessi bygging væri nú orðin að veruleika.

Áður hafði Svafa fært Þorkeli Sigurlaugssyni, framkvæmdastjóra þróunar og fjármálasviðs HR, sérstakar þakkir fyrir að hafa stýrt framkvæmdum við húsið frá fyrsta degi allt fram á síðasta dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×