Enski boltinn

Henry og Toure á leið frá Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thierry Henry með Lionel Messi á góðri stundu.
Thierry Henry með Lionel Messi á góðri stundu. Nordic Photos / AFP
Barcelona staðfesti í gærkvöldi að þeir Thierry Henry og Yaya Toure séu báðir á leið frá félaginu.

Talið er líklegast að Henry sé á leið til New York Red Bull í bandarísku MLS-deildinni en Toure hefur verið sterklega orðaður við Manchester City.

Umboðsmaður Toure hefur einnig látið hafa eftir sér að líklegt er að gengið verði frá samningum vonandi á allra næstu dögum.

Fram kom í yfirlýsingu frá Barcelona að félagið hefði samþykkt að þeir færu frá félaginu en það væri í þeirra höndum að ganga frá því hvert þeir fara.

Báðir urðu sexfaldir meistarar með félaginu árið 2009 en á síðustu leiktíð náði Henry sér illa á strik og skoraði einungis fjögur mörk. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×