Fótbolti

Freddy Adu valdi að fara til Grikklands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freddy Adu í leik með bandaríska landsliðinu.
Freddy Adu í leik með bandaríska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Bandaríkjamaðurinn Freddy Adu hefur gert átján mánaða lánssamning við gríska félagið Aris en hann er á mála hjá Benfica í Portúgal.

Adu var einnig orðaður við Hull City í ensku úrvalsdeildinni en ákvað frekar að fara til Grikklands. Þetta var tilkynnt í dag.

Adu er í dag tvítugur en hann þótti gríðarlega mikið efni og skapaði ungur mjög mikið umtal. Honum hefur hins vegar ekki tekist að vinna sér fast sæti í liði Benfica.

Aris er sem stendur í fjórða sæti grísku úrvalsdeildarinnar, þrettán stigum á eftir toppliði Panathinaikos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×