Erlent

Verður ekki líflátin í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mál Ashtiani hefur vakið athygli um allan heim. Mynd/ afp.
Mál Ashtiani hefur vakið athygli um allan heim. Mynd/ afp.
Íranska konan Sakineh Mohammadi Ashtiani, sem var dæmd til dauða fyrir lauslæti, verður ekki líflátin í dag. Þetta fullyrðir Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, í samtali við Reuters fréttastofuna í dag.

Mannréttindasamtökin International Committe against Stoning fullyrtu í gær að Ashtiani yrði hengd í dag, en írönsk stjórnvöld höfðu neitað að tjá sig um málið.

Utanríkisráðherra Frakka segir að Manouchehr Mottak, utanríkisráðherra í Íran, hafi tjáð sér í símtali að hún yrði ekki líflátin í dag. Enn ætti eftir að fást endanleg niðurstaða í mál hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×