Innlent

Íslenskur karlmaður lést þegar að hann féll útbyrðis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar verið var að afferma bát í Sogn í Norðfirði eftir hádegið í dag.

Slysið var klukkan sex mínútur í tvö að norskum tíma. Aftenposten hefur eftir varðstjóra í björgunarmiðstöðinni í Sola að báturinn hafi verið á leið til hafnar í Selje þegar óhappið varð.

Norska lögreglan sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að þrír menn hefðu verið í bátnum, tveir Íslendingar og einn Norðmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×