Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörkin úr Pepsi-deildinni í gær á Vísi - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tryggvi fagnar í gær.
Tryggvi fagnar í gær.

Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í gær en þar bar hæst stórmeistarajafntefli Breiðabliks og ÍBV. Öll mörkin má nú sjá á Vísi.is.

Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu en Alfreð Finnbogason jafnaði fyrir Blika í seinni hálfleik. Lokatölur 1-1. Mörkin eru hér.

Haukar fóru illa að ráði sínu gegn Stjörnunni. Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni í 2-0 og fagnaði að hætti hússins áður en Haukar misnotuðu vítaspyrnu. Ólafur Karl Finsen skoraði svo þrennu. Mörkin eru hér.

Í Árbænum vann Valur svo góðan sigur á Fylki en þar skoraði Haukur Páll Sigurðsson eina markið. Það má sjá hér.

Smelltu hér til að fara í Brot af því besta hornið á Vísi. Þar má sjá öll mörkin í sumar á einum stað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×