Umfjöllun: Stjarnan í fjórða sætið með stórsigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2010 14:30 Mynd/Valli Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum. Stjörnumenn voru miklu beinskeyttari í sínum sóknum frá upphafi leiks og þó að spilamennska Hauka hafði verið ágæt út á velli í upphafi leiks þá voru sóknarleikmenn klaufar þegar kom að því klára lofandi sóknir sínar. Stjörnuliðið sótti hinsvegar hratt og af krafti og áttu öll hættulegustu færi hálfleiksins. Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni í 2-0 fyrir hálfleik með tveimur mörkum með átta mínútna millibili, það fyrra úr víti sem Þorvaldur Árnason fékk og það seinna eftir gott upphlaup Arnars Más Björgvinssonar. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fengu vítaspyrnu á 51. mínútu þegar Hilmar Rafn Emilsson fiskaði víti á Ólaf Karl Finsen. Bjarni Þórður Halldórsson varði hinsvegar vítaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar og fljótlega var allt loft úr Haukamönnum. Ólafur Karl Finsen var stressaður og úr takti við leikinn fram eftir öllum leik en fór loks í gang í seinni hálfleik. Hann skoraði þrennu á síðasta hálftímanum, tvö einföld mörk eftir flottan undirbúning félaga sinna í Stjörnuliðinu og það þriðja eftir glæsilegan einleik. Garðar Jóhannsson kom inn á hjá Stjörnunni og lék fjórtán síðustu mínútur leiksins. Hann var einu sinni nálægt því að skora eftir skógarhlaup Daða Lárussonar í marki Hauka en hann hitti ekki tómt markið. Haukar-Stjarnan 0-5 0-1 Halldór Orri Björnsson, víti (31.) 0-2 Halldór Orri Björnsson (39.) 0-3 Ólafur Karl Finsen (58.) 0-4 Ólafur Karl Finsen (82.) 0-5 Ólafur Karl Finsen (89.) Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Áhorfendur: 493Tölfræðin: Skot (á mark): 5-20 (3-13) Varin skot: Daði 6 - Bjarni Þórður 2 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 5-12 Rangstæður: 8-6Haukar (4-4-2) Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðmundur Viðar Mete 4 Daníel Einarsson 3 (65., Þórhallur Dan Jóhannsson 4) Kristján Ómar Björnsson 4 Magnús Björgvinsson 4 (46., Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Guðjón Pétur Lýðsson 7 Jamie McCunnie 4 Hilmar Rafn Emilsson 6 Alexandre Garcia 3 (46., Gunnar Ormslev 4) Hilmar Geir Eiðsson 5Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 7 Dennis Danry 5 (87. Birgir Rafn Baldursson -) Halldór Orri Björnsson 7 - Maður leiksins - Arnar Már Björgvinsson 6 (71., Víðir Þorvarðarson -) Ólafur Karl Finsen 7 Þorvaldur Árnason 7 (76., Garðar Jóhannsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Haukar - Stjarnan Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum. Stjörnumenn voru miklu beinskeyttari í sínum sóknum frá upphafi leiks og þó að spilamennska Hauka hafði verið ágæt út á velli í upphafi leiks þá voru sóknarleikmenn klaufar þegar kom að því klára lofandi sóknir sínar. Stjörnuliðið sótti hinsvegar hratt og af krafti og áttu öll hættulegustu færi hálfleiksins. Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni í 2-0 fyrir hálfleik með tveimur mörkum með átta mínútna millibili, það fyrra úr víti sem Þorvaldur Árnason fékk og það seinna eftir gott upphlaup Arnars Más Björgvinssonar. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fengu vítaspyrnu á 51. mínútu þegar Hilmar Rafn Emilsson fiskaði víti á Ólaf Karl Finsen. Bjarni Þórður Halldórsson varði hinsvegar vítaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar og fljótlega var allt loft úr Haukamönnum. Ólafur Karl Finsen var stressaður og úr takti við leikinn fram eftir öllum leik en fór loks í gang í seinni hálfleik. Hann skoraði þrennu á síðasta hálftímanum, tvö einföld mörk eftir flottan undirbúning félaga sinna í Stjörnuliðinu og það þriðja eftir glæsilegan einleik. Garðar Jóhannsson kom inn á hjá Stjörnunni og lék fjórtán síðustu mínútur leiksins. Hann var einu sinni nálægt því að skora eftir skógarhlaup Daða Lárussonar í marki Hauka en hann hitti ekki tómt markið. Haukar-Stjarnan 0-5 0-1 Halldór Orri Björnsson, víti (31.) 0-2 Halldór Orri Björnsson (39.) 0-3 Ólafur Karl Finsen (58.) 0-4 Ólafur Karl Finsen (82.) 0-5 Ólafur Karl Finsen (89.) Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Áhorfendur: 493Tölfræðin: Skot (á mark): 5-20 (3-13) Varin skot: Daði 6 - Bjarni Þórður 2 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 5-12 Rangstæður: 8-6Haukar (4-4-2) Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðmundur Viðar Mete 4 Daníel Einarsson 3 (65., Þórhallur Dan Jóhannsson 4) Kristján Ómar Björnsson 4 Magnús Björgvinsson 4 (46., Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Guðjón Pétur Lýðsson 7 Jamie McCunnie 4 Hilmar Rafn Emilsson 6 Alexandre Garcia 3 (46., Gunnar Ormslev 4) Hilmar Geir Eiðsson 5Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 7 Dennis Danry 5 (87. Birgir Rafn Baldursson -) Halldór Orri Björnsson 7 - Maður leiksins - Arnar Már Björgvinsson 6 (71., Víðir Þorvarðarson -) Ólafur Karl Finsen 7 Þorvaldur Árnason 7 (76., Garðar Jóhannsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Haukar - Stjarnan
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira