Íslenski boltinn

Þórarinn: Blikarnir náðu ekki að spila sinn leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.

„Maður er nokkuð sáttur við stigið en það er samt svekkjandi að fá þetta mark á okkur. Það var misskilningur í vörninni. Annars náðu Blikarnir ekki að spila sinn leik, við lokuðum vel á þá," sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson sem átti virkilega góðan leik fyrir ÍBV í kvöld.

Eyjamenn sóttu stig á Kópavogsvöll með því að gera 1-1 jafntefli við Breiðablik í toppslag deildarinnar. Eftir leikinn heldur ÍBV tveggja stiga forystu á Blikana.

„Við lögðum þennan leik frábærlega upp. Við erum sáttir með að halda okkur á toppnum. Við erum að spila okkar leik og ná okkar markmiðum, þetta gengur bara fínt eins og er."

„Mér gekk mjög vel og fannst gaman að spila, það var skemmtilegt veður og þetta er toppvöllur hérna í Kópavogi," sagði Þórarinn eftir leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×