Enski boltinn

Cech missir af byrjun tímabilsins hjá Chelsea

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Cech eftir að hann meiddist á kálfa fyrr á árinu.
Cech eftir að hann meiddist á kálfa fyrr á árinu. GettyImages
Petr Cech, markmaður Chelsea, missir væntanlega af byrjun tímabilsins vegna meiðsla. Tékkinn er meiddur á hægri kálfa og verður hann líklega frá í fjórar vikur vegna meiðslanna.

Hann hætti á æfingu hjá liðinu í dag en fyrr á árinu meiddist hann á kálfanum sem er nú byrjaður að angra hann aftur.

Aðeins tvær vikur eru í fyrsta leik Chelsea á tímabilinu, hann er gegn Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

Ross Turnbull mun væntanlega standa í markinu í hans stað en auk þess er Hilario á mála hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×