Fótbolti

Er stjórnunarstíll Real Madrid rugl?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Pellegrini þarf að vinna deildina og helst bikarinn til að eiga möguleika á að halda starfinu.
Pellegrini þarf að vinna deildina og helst bikarinn til að eiga möguleika á að halda starfinu. Nordicphotos/Getty Images
Er stöðugleiki lykillinn að velgengni? Ekki alltaf. Margir hafa gagnrýnt Galactico stefnu Real Madrid og hörku forráðamanna félagsins sem heimta árangur. Ef hann næst ekki, ertu rekinn.

Það er bara þannig.

Manuel Pellegrini er í hættu á að vera rekinn í sumar og spurningin er aðallega hvort Fabio Capello, Jose Mourinho eða Rafael Benítez fást til að taka við. Ef ekki fær hann hugsanlega annað tækifæri þrátt fyrir að hafa fallið úr Meistaradeildinni. Til þess þarf hann að vinna deildina.

Blaðamaðurinn Guillem Balague skrifar athyglisverðan pistil á heimasíðuna þar sem hann segir meðal annars: „Flestir telja að stöðugleiki varðandi knattspyrnustjóra tengist góðum árangri. Margir benda á 24 ára langa veru Sir Alex Ferguson hjá Manchester United varðandi þetta."

Balague bendir svo á athyglisverða staðreynd.

Á þeim 24 árum sem Ferguson hefur verið hjá United hefur hann unnið 11 deildarmiestaratitla og tvo meistaradeildartitla. Auk annarra bikara.

Real Madrid? 24 stjórar á 24 árum, tíu deildarmiestaratitlar og þrír Meistaradeildartitlar. Auk annarra bikara.

Balague bendir svo fólki á að flýta sér hægt í því að gagnrýna stjórnarstíl Madrid. Það sé eðlilegt að vilja árangur.

Blaðamaðurinn er spænskur og vel víraður inn í mál Real Madrid og segir að lokum að Madrid muni reyna að kaupa Franck Ribery í sumar sem og David Silva.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.