Innlent

Sex árekstrar í borginni það sem af er degi

Nokkuð hefur verið um árekstra í dag vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið sem rekja má til lúmskrar hálku sem verið hefur á götum borgarinnar. Að sögn lögreglu hafa sex árekstrar orðið það sem af er degi. Harkalegasti áreksturinnvarð á gatnamótum Stórholts og Þverholts en þar þurfti að flytja ökumenn á slysadeild. Meiðsli þeirra munu þó hafa verið minniháttar.

Þá urðu árekstrar á Engjavegi, á Hafnarfjarðarvegi, í Lækjargötu, á Vatnsendavegi og á Digranesvegi við Smáratorg. Engin meiðsli urðu þó á fólki og eru bílarnir mismikið skemmdir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×