Íslenski boltinn

Ómar: Tek markið á mig

Hjalti Þór Hreinsson á Njarðtaksvelli skrifar
"Ég er ekki sáttur af því við erum á heimavelli og þar eigum við að taka þrjú stig. Eins og leikurinn spilaðist er þetta kannski allt í lagi," sagði Ómar Jóhannsson, markmaður Keflavíkur, sem tekur markið sem Fram skoraði á sig. "Þeir skora snemma og við erum sofandi. Við eigum að gera betur í markinu, sérstaklega ég. Ég á að taka þennan bolta, það er ekkert flóknara en það. Ég tek markið á mig." "Þetta sló okkur út af laginu og við erum svolítinn tíma að jafna okkur. Við unnum okkur inn í leikinn, sérstaklega í seinni hálfleik þegar leikurinn opnaðist." Þrjú stig voru markmiðið og við erum topplið,. Við eigum aldrei að stefna á neitt annað á heimavelli og aldrei að sætta okkur við neitt annað," sagði markmaðurinn.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×