Íslenski boltinn

Daði: Rosalega súrt

Ari Erlingsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Arnþór
Daði Lárusson var besti maður Hauka í kvöld en hann gat ekki komið í veg fyrir tap sinna manna, þrátt fyrir að hafa varið urmul Grindvískra skota.

„Þetta var með því sárara og súrara sem maður hefur lent í lengi. Ef það var einhvern tíman tími til að klára svona leik þá var það í dag, en því miður erum við að tapa þessum leik á algjörum grundvallaratriðum. Þetta er bara einbeitingarleysi og ég veit ekki hvað veldur þessu einbeitingar og trúleysi," sagði Daði.

„Við höfum sýnt það í sumar að við getum þetta alveg en það er eins og menn geti ekki haldið einbeitingu þegar þeir komast yfir. Ég hafði nóg að gera í markinu en bara ef við hefðum nýtt færin í stöðunni 2-0 og þá hefði leikurinn ef til vill klárast og við gert út um leikinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×