Umfjöllun: Seigla Grindvíkinga skóp annan sigurinn í röð Ari Erlingsson skrifar 21. júní 2010 19:15 Mynd/Arnþór Grindvíkingar innbyrtu annan sigurinn í röð eftir ótrúlega endurkomu gegn lánlausu Haukaliði. Maður kvöldsins var Gilles Mbang Ondo sem skoraði 2 mörk í 2-3 sigri liðsins. Haukar tóku forystu eftir að rangstöðuvörn Grindvíkinga klikkað og Sam Mantom komst einn í gegn og sendi á gamla brýnið Arnar Gunnlaugsson sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í netið. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins og það var því mikið áfall fyrir Grindvíkinga þegar Hilmar Geir Eiðsson bætti við öðru marki á 42. mínútu. Hann afgreiddi stungusendingu Arnars Gunnlaugssonar snyrtilega með skoti stönginn inn. Nú þurftu Grindvíkingar að auka sóknarkraftinn, enda skipti Ólafur þjálfari Grétari Hjartarsyni inná fyrir Óla Baldur Bjarnason á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Grindvíkingar náðu betri tökum á leiknum og það var því sanngjarnt þegar Orri Freyr Hjaltalín skoraði eftir hornspyrnu á 62. mínútu. Haukar féllu í þá gryfju að falla of aftarlega og það nýtti Ondo sér til fullnustu. Hann skoraði fyrst á 78. mínútu eftir sendingu frá Scott Ramsay og loks kom hann þeim gulu yfir mínútu seinna eftir góðan sprett frá Jósef Kristini upp vinstri kantinn. Ótrúleg seigla hjá þeim gulu. Haukar voru nokkrum sinnum nálægt því að jafna síðustu 10 mínútur leiksins en allt kom fyrir ekki. Grindavíkursigur staðreynd. Tveir sigrar hjá Ólafi Erni Bjarnasyni og báðir eiga þeir það sammerkt að hafa náðst eftir að sveinar hans lentu undir. Haukar hinsvegar þurfa að bíða enn um sinn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. Varnir beggja liða voru óöruggar og nýttu sóknarmenn liðanns sér það vel. Ondo var besti maður vallarins. Daði Lárusson og Arnar Gunnlaugsson gömlu kempurnar hjá Haukum stóðu upp úr hjá þeim rauðklæddu.Haukar - Grindavík 2-3 1-0 Arnar Gunnlaugsson (18.) 2-0 Hilmar Geir Eiðsson (42.) 2-1 Orri Freyr Hjaltalín (62.) 2-2 Gilles Mbang Ondo (78.) 2-3 Gilles Mbang Ondo (79.) Áhorfendur: 495 Dómari: Kristinn Jakobsson 7Skot (á mark): 8-14 (6-8)Varin skot: Ómar 2- Daði 2Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 17-16Rangstöður: 3-8Haukar (4-5-1): Daði Lárusson 8 Pétur Örn Gíslason 5 Guðmundur Viðar Mete 4 (77. Hilmar Rafn Emilsson -) Daníel Einarsson 5 Kristján Ómar Björnsson 4 Úlfar Hrafn Pálsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 (82. Jónmundur Grétarsson -) Sam Mantom 7 Hilmar Geir Eiðsson 6 (66. Ásgeir Þór Ingólfsson 5) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7Grindavík (4-5-1): Rúnar Dór Daníelsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Auðun Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 5 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Mckenna Ramsay 6 Jóhann Helgason 5 Marko Valdimar Stefánsson 5 (46. Grétar Ólafur Hjartarsson 6) Matthías Örn Friðriksson 6 (72. Loic Mbang Ondo -) Óli Baldur Bjarnason 7 (86. Alexander Magnússon -) Gilles Mbang Ondo 8 - Maður leiksins Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar-Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Grindvíkingar innbyrtu annan sigurinn í röð eftir ótrúlega endurkomu gegn lánlausu Haukaliði. Maður kvöldsins var Gilles Mbang Ondo sem skoraði 2 mörk í 2-3 sigri liðsins. Haukar tóku forystu eftir að rangstöðuvörn Grindvíkinga klikkað og Sam Mantom komst einn í gegn og sendi á gamla brýnið Arnar Gunnlaugsson sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í netið. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins og það var því mikið áfall fyrir Grindvíkinga þegar Hilmar Geir Eiðsson bætti við öðru marki á 42. mínútu. Hann afgreiddi stungusendingu Arnars Gunnlaugssonar snyrtilega með skoti stönginn inn. Nú þurftu Grindvíkingar að auka sóknarkraftinn, enda skipti Ólafur þjálfari Grétari Hjartarsyni inná fyrir Óla Baldur Bjarnason á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Grindvíkingar náðu betri tökum á leiknum og það var því sanngjarnt þegar Orri Freyr Hjaltalín skoraði eftir hornspyrnu á 62. mínútu. Haukar féllu í þá gryfju að falla of aftarlega og það nýtti Ondo sér til fullnustu. Hann skoraði fyrst á 78. mínútu eftir sendingu frá Scott Ramsay og loks kom hann þeim gulu yfir mínútu seinna eftir góðan sprett frá Jósef Kristini upp vinstri kantinn. Ótrúleg seigla hjá þeim gulu. Haukar voru nokkrum sinnum nálægt því að jafna síðustu 10 mínútur leiksins en allt kom fyrir ekki. Grindavíkursigur staðreynd. Tveir sigrar hjá Ólafi Erni Bjarnasyni og báðir eiga þeir það sammerkt að hafa náðst eftir að sveinar hans lentu undir. Haukar hinsvegar þurfa að bíða enn um sinn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. Varnir beggja liða voru óöruggar og nýttu sóknarmenn liðanns sér það vel. Ondo var besti maður vallarins. Daði Lárusson og Arnar Gunnlaugsson gömlu kempurnar hjá Haukum stóðu upp úr hjá þeim rauðklæddu.Haukar - Grindavík 2-3 1-0 Arnar Gunnlaugsson (18.) 2-0 Hilmar Geir Eiðsson (42.) 2-1 Orri Freyr Hjaltalín (62.) 2-2 Gilles Mbang Ondo (78.) 2-3 Gilles Mbang Ondo (79.) Áhorfendur: 495 Dómari: Kristinn Jakobsson 7Skot (á mark): 8-14 (6-8)Varin skot: Ómar 2- Daði 2Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 17-16Rangstöður: 3-8Haukar (4-5-1): Daði Lárusson 8 Pétur Örn Gíslason 5 Guðmundur Viðar Mete 4 (77. Hilmar Rafn Emilsson -) Daníel Einarsson 5 Kristján Ómar Björnsson 4 Úlfar Hrafn Pálsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 (82. Jónmundur Grétarsson -) Sam Mantom 7 Hilmar Geir Eiðsson 6 (66. Ásgeir Þór Ingólfsson 5) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7Grindavík (4-5-1): Rúnar Dór Daníelsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Auðun Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 5 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Mckenna Ramsay 6 Jóhann Helgason 5 Marko Valdimar Stefánsson 5 (46. Grétar Ólafur Hjartarsson 6) Matthías Örn Friðriksson 6 (72. Loic Mbang Ondo -) Óli Baldur Bjarnason 7 (86. Alexander Magnússon -) Gilles Mbang Ondo 8 - Maður leiksins Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar-Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira