Umfjöllun: Seigla Grindvíkinga skóp annan sigurinn í röð Ari Erlingsson skrifar 21. júní 2010 19:15 Mynd/Arnþór Grindvíkingar innbyrtu annan sigurinn í röð eftir ótrúlega endurkomu gegn lánlausu Haukaliði. Maður kvöldsins var Gilles Mbang Ondo sem skoraði 2 mörk í 2-3 sigri liðsins. Haukar tóku forystu eftir að rangstöðuvörn Grindvíkinga klikkað og Sam Mantom komst einn í gegn og sendi á gamla brýnið Arnar Gunnlaugsson sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í netið. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins og það var því mikið áfall fyrir Grindvíkinga þegar Hilmar Geir Eiðsson bætti við öðru marki á 42. mínútu. Hann afgreiddi stungusendingu Arnars Gunnlaugssonar snyrtilega með skoti stönginn inn. Nú þurftu Grindvíkingar að auka sóknarkraftinn, enda skipti Ólafur þjálfari Grétari Hjartarsyni inná fyrir Óla Baldur Bjarnason á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Grindvíkingar náðu betri tökum á leiknum og það var því sanngjarnt þegar Orri Freyr Hjaltalín skoraði eftir hornspyrnu á 62. mínútu. Haukar féllu í þá gryfju að falla of aftarlega og það nýtti Ondo sér til fullnustu. Hann skoraði fyrst á 78. mínútu eftir sendingu frá Scott Ramsay og loks kom hann þeim gulu yfir mínútu seinna eftir góðan sprett frá Jósef Kristini upp vinstri kantinn. Ótrúleg seigla hjá þeim gulu. Haukar voru nokkrum sinnum nálægt því að jafna síðustu 10 mínútur leiksins en allt kom fyrir ekki. Grindavíkursigur staðreynd. Tveir sigrar hjá Ólafi Erni Bjarnasyni og báðir eiga þeir það sammerkt að hafa náðst eftir að sveinar hans lentu undir. Haukar hinsvegar þurfa að bíða enn um sinn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. Varnir beggja liða voru óöruggar og nýttu sóknarmenn liðanns sér það vel. Ondo var besti maður vallarins. Daði Lárusson og Arnar Gunnlaugsson gömlu kempurnar hjá Haukum stóðu upp úr hjá þeim rauðklæddu.Haukar - Grindavík 2-3 1-0 Arnar Gunnlaugsson (18.) 2-0 Hilmar Geir Eiðsson (42.) 2-1 Orri Freyr Hjaltalín (62.) 2-2 Gilles Mbang Ondo (78.) 2-3 Gilles Mbang Ondo (79.) Áhorfendur: 495 Dómari: Kristinn Jakobsson 7Skot (á mark): 8-14 (6-8)Varin skot: Ómar 2- Daði 2Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 17-16Rangstöður: 3-8Haukar (4-5-1): Daði Lárusson 8 Pétur Örn Gíslason 5 Guðmundur Viðar Mete 4 (77. Hilmar Rafn Emilsson -) Daníel Einarsson 5 Kristján Ómar Björnsson 4 Úlfar Hrafn Pálsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 (82. Jónmundur Grétarsson -) Sam Mantom 7 Hilmar Geir Eiðsson 6 (66. Ásgeir Þór Ingólfsson 5) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7Grindavík (4-5-1): Rúnar Dór Daníelsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Auðun Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 5 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Mckenna Ramsay 6 Jóhann Helgason 5 Marko Valdimar Stefánsson 5 (46. Grétar Ólafur Hjartarsson 6) Matthías Örn Friðriksson 6 (72. Loic Mbang Ondo -) Óli Baldur Bjarnason 7 (86. Alexander Magnússon -) Gilles Mbang Ondo 8 - Maður leiksins Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar-Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Grindvíkingar innbyrtu annan sigurinn í röð eftir ótrúlega endurkomu gegn lánlausu Haukaliði. Maður kvöldsins var Gilles Mbang Ondo sem skoraði 2 mörk í 2-3 sigri liðsins. Haukar tóku forystu eftir að rangstöðuvörn Grindvíkinga klikkað og Sam Mantom komst einn í gegn og sendi á gamla brýnið Arnar Gunnlaugsson sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í netið. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins og það var því mikið áfall fyrir Grindvíkinga þegar Hilmar Geir Eiðsson bætti við öðru marki á 42. mínútu. Hann afgreiddi stungusendingu Arnars Gunnlaugssonar snyrtilega með skoti stönginn inn. Nú þurftu Grindvíkingar að auka sóknarkraftinn, enda skipti Ólafur þjálfari Grétari Hjartarsyni inná fyrir Óla Baldur Bjarnason á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Grindvíkingar náðu betri tökum á leiknum og það var því sanngjarnt þegar Orri Freyr Hjaltalín skoraði eftir hornspyrnu á 62. mínútu. Haukar féllu í þá gryfju að falla of aftarlega og það nýtti Ondo sér til fullnustu. Hann skoraði fyrst á 78. mínútu eftir sendingu frá Scott Ramsay og loks kom hann þeim gulu yfir mínútu seinna eftir góðan sprett frá Jósef Kristini upp vinstri kantinn. Ótrúleg seigla hjá þeim gulu. Haukar voru nokkrum sinnum nálægt því að jafna síðustu 10 mínútur leiksins en allt kom fyrir ekki. Grindavíkursigur staðreynd. Tveir sigrar hjá Ólafi Erni Bjarnasyni og báðir eiga þeir það sammerkt að hafa náðst eftir að sveinar hans lentu undir. Haukar hinsvegar þurfa að bíða enn um sinn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. Varnir beggja liða voru óöruggar og nýttu sóknarmenn liðanns sér það vel. Ondo var besti maður vallarins. Daði Lárusson og Arnar Gunnlaugsson gömlu kempurnar hjá Haukum stóðu upp úr hjá þeim rauðklæddu.Haukar - Grindavík 2-3 1-0 Arnar Gunnlaugsson (18.) 2-0 Hilmar Geir Eiðsson (42.) 2-1 Orri Freyr Hjaltalín (62.) 2-2 Gilles Mbang Ondo (78.) 2-3 Gilles Mbang Ondo (79.) Áhorfendur: 495 Dómari: Kristinn Jakobsson 7Skot (á mark): 8-14 (6-8)Varin skot: Ómar 2- Daði 2Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 17-16Rangstöður: 3-8Haukar (4-5-1): Daði Lárusson 8 Pétur Örn Gíslason 5 Guðmundur Viðar Mete 4 (77. Hilmar Rafn Emilsson -) Daníel Einarsson 5 Kristján Ómar Björnsson 4 Úlfar Hrafn Pálsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 (82. Jónmundur Grétarsson -) Sam Mantom 7 Hilmar Geir Eiðsson 6 (66. Ásgeir Þór Ingólfsson 5) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7Grindavík (4-5-1): Rúnar Dór Daníelsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Auðun Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 5 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Mckenna Ramsay 6 Jóhann Helgason 5 Marko Valdimar Stefánsson 5 (46. Grétar Ólafur Hjartarsson 6) Matthías Örn Friðriksson 6 (72. Loic Mbang Ondo -) Óli Baldur Bjarnason 7 (86. Alexander Magnússon -) Gilles Mbang Ondo 8 - Maður leiksins Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar-Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira