Íslenski boltinn

Þorvaldur: Hefði verið sanngjarnt hefðum við tekið öll stigin

Hjalti Þór Hreinsson á Njarðtaksvelli skrifar
"Mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur og í heildina er ég sáttur," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir jafnteflið við Keflavík í kvöld. "Þetta sýnir að við erum að bæta okkur og það er kannski tilgangurinn, að reyna að vera betri. Það var meðvitað hjá okkur að sækja eins og í flestum leikjum og það gekk ágætlega upp. Kannski ekki nóg til að taka þrjú stig." "Við vorum með öll völd á vellinum fyrstu 25 mínúturnar en svo komast þeir inn í leikinn eins og búast mátti við. Þú getur ekki endalaust verið betri á móti svona góðu liði." "Það hefði verið sanngjarnt ef við hefðum tekið öll þrjú stigin." "Við erum á réttu róli, þetta er þannig deild að maður tekur þau stig sem maður fær. Það er stutt á milli í þessu," sagði Þorvaldur.

Tengdar fréttir

Ómar: Tek markið á mig

"Ég er ekki sáttur af því við erum á heimavelli og þar eigum við að taka þrjú stig. Eins og leikurinn spilaðist er þetta kannski allt í lagi," sagði Ómar Jóhannsson, markmaður Keflavíkur, sem tekur markið sem Fram skoraði á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×