Umfjöllun: FH vann góðan sigur á Selfossi Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. júní 2010 22:56 Matthías Vilhjálmsson. Mynd/Arnþór FH-ingar unnu í kvöld 2-0 sigur á Selfyssingum á útivelli og eru því farnir að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir eru nú í sjötta sætinu, aðeins stigi á eftir toppliðum deildarinnar. Selfyssingar hafa hins vegar dregist inn í fallbaráttuna og eru með sjö stig í tíunda sæti deildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Grindavík sem vann sinn annan leik í röð í kvöld. Lítil spenna var í leiknum, FH hafðu yfirhöndina allan leikinn og hafði getað skorað fleiri mörk á meðan sóknarleikur Selfoss var oft á tíðum tilviljunarkenndur og háður föstum leikatriðum. FH var sterkari í fyrri hálfleik og átti Matthías Vilhjálmsson gott skot í slánna á 28. mínútu sem Selfyssingar hreinsuðu svo frákastinu í horn. Aðeins þremur mínútum síðar kom fyrsta mark leiksins og var það skrautlegt. Selfyssingar hreinsuðu í horn og fór Ólafur Páll Snorrason að taka það, hann skrúfaði boltann inn á fjærstöng þar sem boltinn fór í netið yfir Jóhann Ólaf Sigurðsson í marki Selfyssinga. Fyrri hálfleikur fjaraði fljótlega út eftir þetta og var lítið um færi. Selfyssingar gerðu eina breytingu í hálfleik, Einar Ottó Antonsson kom inn fyrir Guðmann Þórarinsson sem var eitthvað tæpur vegna meiðsla fyrir leik. Þessi skipting breytti leiknum ekki, FH höfðu algjöra yfirburði á vellinum og var það verðskuldað þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði annað mark FH á 60. mínútu með skalla í fjærhornið eftir góða fyrirgjöf frá Hirti Loga Valgarðssyni. Leikurinn fjaraði að mestu út við þetta, Selfyssingar settu aukinn þunga í sóknarleikinn en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Leikurinn endaði því 2-0 fyrir FH og hafa þeir fengið 10 stig af 12 í 4 síðustu leikjum og eru því að stimpla sig inn í titilbaráttuna eftir erfiða byrjun.Selfoss - FH 0-2 0-1 Ólafur Páll Snorrason (31.) 0-2 Matthías Vilhjálmsson (60.) Áhorfendur: 823 Dómari: Magnús Þórisson 6Skot (á mark): 6-10 (3-4)Varin skot: Jóhann Ólafur 2 - Gunnleifur 3Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 0-1Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Andri Freyr Björnsson 4 Agnar Bragi Magnússon 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Jón Steindór Sveinsson 5 Guðmundur Þórarinsson 5 (45. Einar Ottó Antonsson 6 ) Arilíus Marteinsson 5 (78. Ingi Rafn Ingibergsson) Jón Guðbrandsson 6 Ingþór Jóhann Guðmundsson 5 (71. Sævar Þór Gíslason ) Jón Daði Böðvarsson 4 Davíð Birgisson 5FH (4-2-3-1): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Tommy Fredsgaard Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (69. Jacob Neestrup 5 ) Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Atli Guðnason 6 (86. Einar Karl Ingvarsson)Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 7 (81. Torgeir Motland) Atli Viðar Björnsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
FH-ingar unnu í kvöld 2-0 sigur á Selfyssingum á útivelli og eru því farnir að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir eru nú í sjötta sætinu, aðeins stigi á eftir toppliðum deildarinnar. Selfyssingar hafa hins vegar dregist inn í fallbaráttuna og eru með sjö stig í tíunda sæti deildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Grindavík sem vann sinn annan leik í röð í kvöld. Lítil spenna var í leiknum, FH hafðu yfirhöndina allan leikinn og hafði getað skorað fleiri mörk á meðan sóknarleikur Selfoss var oft á tíðum tilviljunarkenndur og háður föstum leikatriðum. FH var sterkari í fyrri hálfleik og átti Matthías Vilhjálmsson gott skot í slánna á 28. mínútu sem Selfyssingar hreinsuðu svo frákastinu í horn. Aðeins þremur mínútum síðar kom fyrsta mark leiksins og var það skrautlegt. Selfyssingar hreinsuðu í horn og fór Ólafur Páll Snorrason að taka það, hann skrúfaði boltann inn á fjærstöng þar sem boltinn fór í netið yfir Jóhann Ólaf Sigurðsson í marki Selfyssinga. Fyrri hálfleikur fjaraði fljótlega út eftir þetta og var lítið um færi. Selfyssingar gerðu eina breytingu í hálfleik, Einar Ottó Antonsson kom inn fyrir Guðmann Þórarinsson sem var eitthvað tæpur vegna meiðsla fyrir leik. Þessi skipting breytti leiknum ekki, FH höfðu algjöra yfirburði á vellinum og var það verðskuldað þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði annað mark FH á 60. mínútu með skalla í fjærhornið eftir góða fyrirgjöf frá Hirti Loga Valgarðssyni. Leikurinn fjaraði að mestu út við þetta, Selfyssingar settu aukinn þunga í sóknarleikinn en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Leikurinn endaði því 2-0 fyrir FH og hafa þeir fengið 10 stig af 12 í 4 síðustu leikjum og eru því að stimpla sig inn í titilbaráttuna eftir erfiða byrjun.Selfoss - FH 0-2 0-1 Ólafur Páll Snorrason (31.) 0-2 Matthías Vilhjálmsson (60.) Áhorfendur: 823 Dómari: Magnús Þórisson 6Skot (á mark): 6-10 (3-4)Varin skot: Jóhann Ólafur 2 - Gunnleifur 3Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 0-1Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Andri Freyr Björnsson 4 Agnar Bragi Magnússon 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Jón Steindór Sveinsson 5 Guðmundur Þórarinsson 5 (45. Einar Ottó Antonsson 6 ) Arilíus Marteinsson 5 (78. Ingi Rafn Ingibergsson) Jón Guðbrandsson 6 Ingþór Jóhann Guðmundsson 5 (71. Sævar Þór Gíslason ) Jón Daði Böðvarsson 4 Davíð Birgisson 5FH (4-2-3-1): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Tommy Fredsgaard Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (69. Jacob Neestrup 5 ) Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Atli Guðnason 6 (86. Einar Karl Ingvarsson)Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 7 (81. Torgeir Motland) Atli Viðar Björnsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira