Íslenski boltinn

Willum: Hefðum getað tapað þessu, ég átta mig á því

Hjalti Þór Hreinsson á Njarðtaksvelli skrifar
Fréttablaðið
"Ég get verið sáttur með liðið mitt. Það var sigurvilji í þessu," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga eftir 1-1 jafnteflið við Fram í kvöld. "Það er ekkert auðvelt gegn jafn sterku liði og Fram að koma til baka eftir að þeir ná forystu." "Það sló okkur kalda að fá á okkur markið og það var erfitt að horfa á næstu 20 mínútur. Þeir hefðu getað klárað þetta þá en sem betur fer jöfnuðum við okkur og unnum okkur inn í leikinn." "Seinni hálfleikur var eltingaleikur við jöfnunarmarkið og við sýndum baráttu og sigurvilja sem skilaði okkur marki. Fram gefur fá færi á sér og okkur vantaði upp á ákvörðunartöku á síðasta þriðjungi vallarins." "Þú verður að vera á vaktinni á öllum sviðum fótboltans gegn liði eins og Fram. Við hefðum getað tapað þessum leik, ég átta mig á því," sagði Willum.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×