Íslenski boltinn

Guðjón: Höfum trú á því að við getum bjargað okkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Guðjón Pétur Lýðsson átti frábæran leik á miðjunni hjá Haukum gegn Keflavík í dag og kórónaði góðan leik sinn með glæsilegu marki. Hann var því að vonum í góðu skapi eftir leikinn.

"Ég held að það hafi orðið hugarfarsbreyting hjá liðinu. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram og gera sitt besta. Það er lykillinn að þessu," sagði Guðjón Pétur en hann segir Hauka ekki hafa sagt sitt síðasta í botnbaráttunni.

"Við eigum enn góða möguleika á að bjarga okkur frá falli og við trúum því að við getum bjargað okkur. Trúin er til staðar. Ég vissi að við myndum komast í gang er við lönduðum fyrsta sigrinum. Þetta lið er nógu gott til þess að spila í efstu deild."

Markið hjá Guðjóni var einstaklega huggulegt og hann var að vonum ánægður með það.

"Það þýðir ekkert að senda boltann þegar maður er kominn í svona fínt færi. Ég lær bara vaða og hann söng í netinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×