Erlent

Bílar verða öruggari á næsta ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hyundai Tucson er ein þeirra bílagerða sem kemur sterkur inn á listann.
Hyundai Tucson er ein þeirra bílagerða sem kemur sterkur inn á listann.
Bílar sem framleiddir verða á næsta ári verða öruggari en þeir sem framleiddir eru á þessu ári. Þetta fullyrða tryggingafyrirtæki í Bandaríkjunum.

Síðasta þriðjudag opinberaði Tryggingastofnun fyrir hraðbrautaöryggi (e. The Insurance Institute for Highway Safety) lista sinn yfir öruggustu bíla á næsta ári. Listinn sýnir að hátt í 70 ökutæki, þar af 40 smábílar og 25 jepplingar, sem framleiddir verða á næsta ári ná í flokk yfir öruggustu bílana. Í fyrra voru hins vegar einungis 27 tegundir af ökutækjum sem komust í þennan flokk.

Lista yfir öruggustu bíla á næsta ári má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×